Um RM Ráðgjöf

FAGMENNSKA - JÁKVÆÐNI - ÁRANGUR

RM Ráðgjöf ehf. var stofnað í nóvember 2011 af Ragnari Matthíassyni.  RM Ráðgjöf sérhæfir sig í mannauðsráðgjöf og fræðslu.

Ragnar hefur víðtæka þekkingu og reynslu af mannauðsstjórnun og stjórnendaráðgjöf.  Hann hefur unnið fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir til lengri og skemmri tíma, einkum á sviði mannauðsstjórnunar, stefnumótunar og fræðslu.  

Ragnar er mjög reyndur námskeiðshaldari og fyrirlesari, hefur stýrt rýnihópum, starfsdögum og vinnustofum sérsniðnum að þörfum fyrirtækja en með áherslu á stjórnendaþjálfun, samskipti, faglega og persónulega uppbyggingu starfsmanna og stjórnenda.

Ragnar er með MBA gráðu og  MSc í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, diplómagráðu í markaðs- og útflutningsfræði og mannauðsstjórnun ásamt því að vera menntaður matreiðslumaður. Hann hefur auk þess starfað við hótelstjórnun, rekstrarstjórnun, starfsmannastjórnun og hefur mikla reynslu af þjálfun í ræðumennsku og félagsmálum.

RM Ráðgjöf er í samstarfi við ýmsa sérfræðinga, sem koma að margvíslegum sérhæfðum verkefnum með ráðgjöf og vinnuframlagi eftir umfangi og þörfum viðskiptavina.

Leiðarljós RM Ráðgjafar hefur frá upphafi verið fagmennska, jákvæðni og árangur.