Þjónustunámskeið

Námsmarkmið

Að kenna grunnatriði í þjónustu og efla þjónustulund þátttakenda. Unnið er útfrá því að þjónusta er einn af lykilárangursþáttum i rekstri fyrirtækja.
Áhersla er á að nálgast efnið útfrá viðhorfi og sjálfstrausti þátttakenda og hvernig vinna má með þessa þætti til að bæta þjónustu þeirra.

Kennsluform

Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið.

LENGD NÁMSKEIÐS

Námskeiðið er 3 klst.

Þetta námskeið er einnig í boði sem vinnustofa (2×3 klst.) og þá er markmiðið að finna með þátttakendum þjónustulykla/gildi í þjónustu viðkomandi fyrirtækis eða unnið með þau gildi sem til eru.

NÁMSKEIÐSLÝSING

Á námskeiðinu er lögð áhersla á mikilvægi þess að veita góða þjónustu. Komið verður inn á upplifun, kröfur, þarfir og tryggð viðskiptavinarins.

Farið yfir atriði sem starfsfólk þarf að búa yfir til að geta veitt góða þjónustu s.s. snyrtimennsku og framkomu, mikilvægi fyrstu kynna, traust, samskipti, hlustun og fagþekkingu.

Einnig verður fjallað um erfið samskipti við viðskiptavini og leiðir til að leysa þau á farsælan hátt. Unnið er með samspil sölu og þjónustu.

Þátttakendur meta sína þjónustulund útfrá ákveðnum spurningum og vinna með þær niðurstöður á námskeiðinu.

LEIÐBEINANDI

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um hvað hentar þínum vinnustað

Námskeið um þjónustu