Starfsmannasamtöl

Námsmarkmið

Að kynna mikilvægi starfsmannasamtala sem vettvang þar sem yfirmaður og undirmaður geta rætt saman um starfið á skipulagðan hátt. Fjallað um trúnað og uppbyggilegar umræður í samtalinu og markmið þess, s.s. að bæta starfsárangur, samskipti og upplýsingastreymi milli starfsmanns og yfirmanns.

Kennsluform

Fyrirlestur, umræður, æfingar og myndskeið. 

LENGD NÁMSKEIÐS

Námskeiðið er 6 klst. fyrir stjórnendur og 1-2 klst. fyrir almenna starfsmenn.

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu verður farið í tilgang og markmið með starfsmannasamtölum, uppbyggingu samtalsins, samtalstækni, form og skipulag samtalsins, hvað ber að ræða og hvað ber að forðast að ræða. Einnig er komið inn á frammistöðumat, starfsþróun og markmiðasetningu.

Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um hvað hentar þínum vinnustað

Starfsmannasamtöl