SAMSKIPTANÁMSKEIÐ

NÁMSMARKMIÐ

Að gera fólk meðvitað um hvaða áhrif það hefur sem einstaklingar á samskiptin á sínum vinnustað. Að vekja fólk til umhugsunar um hvernig það getur verið meðvitaðra um sjálft sig og aðra og á þann hátt bætt samskipti og líðan á vinnustaðnum.

KENNSLUFORM

Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið.

LENGD NÁMSKEIÐS

Námskeiðið er eftir óskum 3 eða 6 klst.

NÁMSKEIÐSLÝSING

Á þessu námskeiði er farið yfir ýmis atriði er varða líðan og samskipti á vinnustað. Fjallað er um viðhorf, sjálfstraust og gildi. Einnig er fjallað um vinnustaðamenningu, boðleiðir, erfið samskipti, virka hlustun, hvatningu, gagnrýni og hrós.

Mögulegt er að bæta efni inn í námskeiðið, svo sem markmiðasetningu, tímastjórnun, vinnuskipulagi og fleiri leiðum til aukins árangurs á vinnustaðnum.

LEIÐBEINANDI

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um hvað hentar þínum vinnustað

Námskeið um samskipti á vinnustað