Ræðumennska og framkoma

Námsmarkmið

Markmið er að efla þátttakendur í að tjá skoðun sína fyrir framan hóp af fólki og flytja mál sitt á hnitmiðaðan hátt, hvort sem er í starfi eða leik. Farið yfir helstu grunnatriði ræðumennsku bæði hvað varðar texta og flutning.

Kennsluform

Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.

Lengd námskeiðs

Námskeiðið er 12 klst. (3×4 klst.).

Námskeiðslýsing

Farið yfir hvernig á að fanga athygli áheyrenda og halda henni, hvort sem er með húmor eða annarri nálgun. Jafnframt er kennd færni í að byggja upp ræður/texta og segja það sem þarf að koma á framfæri á skýran og skilmerkilegan hátt. Þátttakendur semja og flytja efni eða nota efni sem tengist vinnu þeirra á hverjum tíma.

Kenndar leiðir til að efla sjálfstraust og takast á við streitu en skortur á því fyrrnefnda og of mikið af því síðara telst til helstu ástæða þess að einstaklingar óttast að tala fyrir framan hóp af fólki.

Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um hvað hentar þínum vinnustað

Ræðumennska og framkoma