RM Ráðgjöf býður uppá fjölbreytt úrval námskeiða. Við leggjum áherslu á að hlusta á þarfir viðskiptavina og sérsniðum gjarnan námskeiðin að þeirra þörfum. Námskeiðin eru ýmist í formi vinnustofa, fyrirlestra, þjálfunar og/eða handleiðslu og eru oft samtvinnuð ráðgjöf til að skerpa á árangri þeirra þátta sem unnið er með.
Yfir 3000 manns hafa sótt námskeið hjá RM Ráðgjafar á síðustu árum. Samkvæmt matsblöðum þátttakenda stöndumst við vel ítrustu kröfur þeirra um gæði og árangur.
Námskeiðin eru niðurgreidd af flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja ná meiri árangri, t.d. auka sölu, bæta þjónustu, auka hagnað eða ná einhverju persónulegu takmarki. Rannsóknir hafa sýnt fram á að markmiðasetning er mikilvægt hjálpartæki á leiðinni að settu marki. Margir einstaklingar sem náð hafa eftirtektarverðum árangri beita markmiðasetningu við að ná því sem að er stefnt. Þú getur það líka.
Kynnt er fyrir þátttakendum mikilvægi markmiðasetningar bæði í starfi og einkalífi með það að leiðarljósi að ná meiri árangri og gera drauma sína að veruleika. Kynntar verða aðferðir við markmiðasetningu, farið í hugsun og viðhorf og hversvegna sumir ná aldrei markmiðum sínum á meðan aðrir ná þeim alltaf.
Námskeiðið gerir ráð fyrir að þátttakendur taki virkan þátt í námskeiðinu og setji sér markmið meðan á því stendur.
Námskeðið er tvö skipti. Í fyrra skiptið er farið í aðferðarfræði við markmiðasetningu og þátttakendur setja sér markmið. Í seinna skiptið er eftirfylgni á árangri þátttakenda á settum markmiðum. Einnig er hægt að tengja námskeiðið beint við þau markmið sem unnið er með á viðkomandi vinnustað á hverjum tíma.
Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.
Námskeiðið er 6 klst. (2×3 klst.).
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Frekari upplýsingar í síma 8983851.
Viltu bæta þjónustuna hjá þér ? Er viðskiptavinur þinn ánægður með þjónustuna? Hvað getur þú gert? Við svörum þessum spurningum á námskeiðinu.
Í hvað fer tíminn í vinnunni? Markmiðið er að gera þátttakendur meðvitaðri um sína tímastjórnun og vinnuskipulag með það að marki að auka skilvirkni og árangur í starfi.
Af hverju er ég stjórnandi? Hvernig efli ég mig sem stjórnanda? Markmið er að fá stjórnendur til að skoða hvað einkennir framúrskarandi stjórnendur og mismunandi stjórnunarstíla.
Markmiðið er að efla þátttakendur sem einstaklinga. Unnið er með 6 lykilþætti til árangurs: Markmiðssetningu, sjálfseflingu, samskipti, framkomu, fjármál og heilsu.
Mikilvægi samskipta milli stjórnenda og starfsfólks er grunnur að árangri fyrirtækja. Starfsmannasamtölin eru einn af þeim þáttum sem stuðla að góðum samskiptum og máli skiptir að vanda vel til verka í framkvæmd.
Viltu ná tökum á því að tala fyrir framan hóp af fólki? Margir hafa náð góðum tökum á því með því að takast á við það á þessu námskeiði!
Markmið með námskeiðinu er að þjálfa hóp starfsmanna til að sjá um móttöku nýliða. Skipulögð móttaka nýliða sparar bæði tíma og fjármagn í rekstri og stjórnun starfsfólks.
Þarftu að styrkja þig sem stjórnandi til að axla betur þá ábyrgð sem felst í því að vera með mannaforráð? Farið yfir helstu atriði mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningu til starfsloka.
Á þessu námskeiði látum við draumana rætast með markmiðasetningu að vopni.
Þarf að bæta samskipti, vellíðan eða árangur á vinnustaðnum? Hvað getur hver og einn gert til að bæta heildina?