Námskeið

RM Ráðgjöf býður uppá fjölbreytt úrval námskeiða. Við leggjum áherslu á að hlusta á þarfir viðskiptavina og sérsniðum gjarnan námskeiðin að þeirra þörfum. Námskeiðin eru ýmist í formi vinnustofa, fyrirlestra, þjálfunar og/eða handleiðslu og eru oft samtvinnuð ráðgjöf til að skerpa á árangri þeirra þátta sem unnið er með. 

Markmiðið með námskeiðunum er að efla og bæta þátttakendur og fá þá til að hugsa um hlutina í smá tíma og/eða hreinlega að breyta hegðun, hugsun og vinnubrögðum.

Yfir 3000 manns hafa sótt námskeið hjá RM Ráðgjafar á síðustu árum. Samkvæmt matsblöðum þátttakenda stöndumst við vel ítrustu kröfur þeirra um gæði og árangur. 

Námskeiðin eru niðurgreidd af flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

NÁMSKEIÐ Í BOÐI

ÁFRAM ÉG

Námskeiðið miðar að því að gera þátttakendur hæfari í að koma sér á framfæri og greina stöðu sína sem einstaklinga og gera þeim kleift að tileinka sér ákveðna hugsun, hegðun og leiðir til að efla sig sem persónur.
Jan/FEB 2022
Námsmarkmið
Að styrkja hópinn og efla liðsheild meðal starfsmanna.  
Námskeiðslýsing
Unnið í hópvinnu og leikjum allt eftir aðstæðum hverju sinni. Hægt er að velja grunnatriði sem unnið er með, t.d. samvinnu, hrós, hvatningu, samskipti og upplýsingaflæði. Lögð er áhersla á að vinna með valda þætti og koma þeim til skila í gegnum vinnuhópa og leiki.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 2-4 klst. allt eftir óskum viðskiptavinarins.  
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Námsmarkmið
Að kenna undirstöðuatriði í mannauðsstjórnun og gera þátttakendum grein fyrir mikilvægi mannauðsstjórnunar sem hluta af rekstri fyrirtækja og stofnana. Að styrkja stjórnendur í því ábyrgðarhlutverki að vera með mannaforráð. Áhersla er lögð á að gera þátttakendum kleift að yfirfæra það sem kennt er á dagleg störf.
Námskeiðslýsing
1. Dagur – Stefnur og menning
  • Mannauðsstjórnun, verkefni og þroskastig
  • Stefnumótun og mannauðsstefna
  • Breytingarstjórnun
  • Vinnustaðamenning
2. Dagur – Stjórnun og mannauður
  • Stjórnandinn og leiðtoginn
  • Að stýra fólki, aðferðir og áhrif
  • Mannlegi þátturinn, samskipti og erfið starfsmannamál
  • Skipulag og árangur í starfi
3. Dagur – Starfsþróun og starfsánægja
  • Starfsþróun
  • Fræðsla og þjálfun
  • Móttaka nýliða
  • Starfsánægja og hvatning
4. Dagur – Ráðningar og starfsmannavelta
  • Starfsgreiningar og starfslýsingar
  • Ráðningar
  • Starfsmannavelta
  • Starfsmanna-/frammistöðusamtöl
Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 16 klst. Miðað við er að hver dagur sé fjórar klukkustundir. Möguleiki er á að sníða námskeiðið að þörfum fyrirtækisins hvað efnistök og tímalengd varðar. Námskeiðið er 16 klst. Miðað við er að hver dagur sé fjórar klukkustundir. Möguleiki er á að sníða námskeiðið að þörfum fyrirtækisins hvað efnistök og tímalengd varðar.
Verð
98.000 ,-  
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Námsmarkmið

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja ná meiri árangri, t.d. auka sölu, bæta þjónustu, auka hagnað eða ná einhverju persónulegu takmarki. Rannsóknir hafa sýnt fram á að markmiðasetning er mikilvægt hjálpartæki á leiðinni að settu marki. Margir einstaklingar sem náð hafa eftirtektarverðum árangri beita markmiðasetningu við að ná því sem að er stefnt. Þú getur það líka.

 

Námskeiðslýsing

Kynnt er fyrir þátttakendum mikilvægi markmiðasetningar bæði í starfi og einkalífi með það að leiðarljósi að ná meiri árangri og gera drauma sína að veruleika. Kynntar verða aðferðir við markmiðasetningu, farið í hugsun og viðhorf og hversvegna sumir ná aldrei markmiðum sínum á meðan aðrir ná þeim alltaf.

 

Námskeiðið gerir ráð fyrir að þátttakendur taki virkan þátt í námskeiðinu og setji sér markmið meðan á því stendur.

 

Námskeðið er tvö skipti. Í fyrra skiptið er farið í aðferðarfræði við markmiðasetningu og þátttakendur setja sér markmið. Í seinna skiptið er eftirfylgni á árangri þátttakenda á settum markmiðum. Einnig er hægt að tengja námskeiðið beint við þau markmið sem unnið er með á viðkomandi vinnustað á hverjum tíma.

 

Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.

 

Lengd námskeiðs

Námskeiðið er 6 klst. (2×3 klst.).

 

Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

 

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

 

Námsmarkmið
Markmið með námskeiðinu er að þjálfa upp ákveðinn hóp starfsmanna sem munu sjá um móttöku nýliða í viðkomandi fyrirtæki. Skipulögð móttaka nýliða sparar bæði tíma og fjármagn og eykur starfsánægju starfsmannsins og stuðlar jafnframt að því að hann skili starfi sínu með sóma sem fyrst.
Námskeiðslýsing
Námskeiðið er tvískipt. Efnistök fyrri hluta:
  • Farið er yfir innri starf fyrirtækisins í samráði við viðkomandi fyrirtæki, s.s. gildi, stefnu og starfsmannahandbók.
  • Áhersla á að fóstrar kynni fyrirtækið á jákvæðan hátt fyrir nýliðum.
  • Hvernig góð nýliðamóttaka dregur úr starfsmannaveltu.
  • Farið er í þá þætti sem stuðla að því að þekking og styrkleikar nýliðans nýtast sem fyrst í starfi.
  • Sálfræðilegi samningurinn tekinn fyrir, þ.e. hverjar eru væntingar nýliðans annarsvegar og fyrirtækisins hinsvegar.
Efnistök seinni hluta: Áhersla er á að efla þá einstaklinga sem sjá um móttöku nýliða og m.a unnið með eftirfarandi þætti:
  • Hvatningu
  • Samskipti
  • Samræðuform
  • Jafningjastjórnun
  • Miðlun upplýsinga
  • Þjónustulund
  • Samspil árangurs og gleði í starfi
  • Starfsánægju
  • Sjálfstraust
Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 9 klst. (3×3 klst.).
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Námsmarkmið
Að gera grein fyrir því hvernig hægt er að byggja upp ráðningarferli sem hefur það að markmiði að ráða hæfasta starfsmanninn og halda honum. Farið í algengustu mistökin í ráðningum og hvernig koma má í veg fyrir þau.
Námskeiðslýsing
Ráðningarferlið útskýrt og sýnt fram á mikilvægi þess að vera með markvisst ráðningarferli og hvaða áhrif mistök í ráðningarferlinu hafa á rekstur fyrirtækja. Ráðningarferlið skilgreint og útskýrt hvernig ráðningarferlið hefur áhrif á starfsmannaveltu, einnig er kostnaður af starfsmannaveltu útskýrður og hvernig fjárfesting í réttri ráðningu skilar sér í betri rekstri. Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 6 klst.
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Námsmarkmið
Farið í grunnatriði ræðumennsku bæði hvað varðar texta og flutning. Kennt hvernig ná á athygli og halda áhuga áheyrenda. Að efla þátttakendur í að tjá skoðun sína fyrir framan hóp af fólki og flytja mál sitt á hnitmiðaðan hátt, hvort sem er í starfi eða leik.
Námskeiðslýsing
Kennt hvernig á að fanga athygli áheyrenda og halda henni, hvort sem er með húmor eða annarri nálgun. Jafnframt er kennd færni í að byggja upp ræður/texta og segja það sem þarf að koma á framfæri á skýran og skilmerkilegan hátt. Þátttakendur semja og flytja efni eða nota efni sem tengist vinnu þeirra á hverjum tíma. Kenndar leiðir til að efla sjálfstraust og takast á við streitu en skortur á því fyrrnefnda og of mikið af því síðara telst til helstu ástæða þess að einstaklingar óttast að tala fyrir framan hóp af fólki. Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 12 klst. (3×4 klst.).
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Námsmarkmið
Að gera fólk meðvitað um hvaða áhrif það hefur sem einstaklingar á samskiptin á sínum vinnustað. Að vekja fólk til umhugsunar um hvernig það getur verið meðvitaðra um sjálft sig og aðra og á þann hátt bætt samskipti og líðan á vinnustaðnum.
Námskeiðslýsing
Góð samskipti á vinnustað geta stuðlað að auknum árangri og meiri vellíðan starfsfólks. Á þessu námskeiði er farið yfir ýmis atriði er varða líðan og samskipti á vinnustað. Unnið er útfrá eigin viðhorfi, sjálfstrausti og gildum. Einnig er fjallað um vinnustaðamenningu, erfið samskipti, boðleiðir, hvatningu, hrós, ágreining og gagnrýni. Mögulegt er að bæta efni inn í námskeiðið, svo sem markmiðasetningu, tímastjórnun, vinnuskipulagi og fleiri leiðum til aukins árangurs á vinnustaðnum. Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er eftir óskum 3 eða 6 klst.
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Námsmarkmið
Að kynna mikilvægi starfsmannasamtala sem vettvang þar sem yfirmaður og undirmaður geta rætt saman um starfið á skipulagðan hátt. Fjallað um trúnað og uppbyggilegar umræður í samtalinu og markmið þess, s.s. að bæta starfsárangur, samskipti og upplýsingastreymi milli starfsmanns og yfirmanns.
Námskeiðslýsing
Á námskeiðinu verður farið í tilgang og markmið með starfsmannasamtölum, uppbyggingu samtalsins, samtalstækni, form og skipulag samtalsins, hvað ber að ræða og hvað ber að forðast að ræða. Einnig er komið inn á frammistöðumat, starfsþróun og markmiðasetningu. Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 6 klst. fyrir stjórnendur og 1-2 klst. fyrir almenna starfsmenn.
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Námsmarkmið
Að útskýra hugtakið starfsmannavelta og hvaða afleiðingar of há eða of lág starfsmannavelta getur haft á starfsmenn, rekstur og fjárhagslega afkomu fyrirtækja. Að skilgreina ráðningarferlið og útskýra hvaða áhrif ráðningarferlið hefur á starfsmannaveltuna og kenna aðferðir til að byggja upp markvisst ráðningarferli.
Námskeiðslýsing
Á námskeiðinu er starfsmannavelta skilgreind, farið í ástæður, afleiðingar og kostnað af of hárri starfsmannaveltu. Kostnaður við starfsmannaveltu útskýrður, bæði leyndur og ljós kostnaður og útskýrt hvernig draga má úr þeim kostnaði. Farið yfir helstu ástæður þess að starfsfólk kýs að hætta á vinnustöðum. Ráðningarferlið útskýrt og sýnt fram á mikilvægi þess að vera með markvisst ráðningarferli og hvaða áhrif ráðningarferlið hefur á starfsmannaveltu. Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 3 klst.
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Námsmarkmið
Að skoða einkenni stjórnandans, s.s. sjálfstraust, samskipti, viðhorf, gildi og áhrif hans á umhverfi sitt. Að fá stjórnandann til að huga að stjórnunarstíl sínum og áhrifum sem hann getur haft á fólkið sitt. Gera grein fyrir helstu stjórnunarkenningum og aðferðum.
Námskeiðslýsing
Námskeið þar sem þeir sem hafa mannaforráð eru gerðir meðvitaðari um stjórnunarstíl sinn og hvernig hægt er að ná betri árangri með því að tileinka sér ákveðnar leiðir. Fjallað verður m.a. um stjórnandann út frá sjálfstrausti, framsetningu skilaboða og upplýsingaflæði, greint frá mikilvægi þess að hvetja starfólk og hrósa því. Einkenni framúrskarandi leiðtoga skoðuð og fjallað um mismunandi stjórnunaraðferðir. Farið yfir þá þætti sem skipta starfsfólk máli í starfi. Einnig komið inn á fyrirtækjamenningu, aðlögun og innleiðingu breytinga ásamt markmiðasetningu. Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.
Vinnustofa
Þetta námskeið er einnig haldið sem vinnustofu þá með helstu stjórnendum viðkomandi fyrirtækis. Þá eru efnisþættir settir beint í samband við viðkomandi stjórnendur og fyrirtæki og unnið með þá til að fá fram því sem betur má fara í hverjum efnisflokk.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 6 klst. ýmist 2×3 klst. eða 6 klst. í einu.
Lengd vinnustofu
Vinnustofan er 16 klst. (4×4 klst)
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Námsmarkmið
Að gera stjórnendur meðvitaðri um sitt skipulag og sína tímastjórnun og að sama skapi gera þá meðvitaðri um það hvernig þeir stýra sínu starfsfólki, með það fyrir augum að gera þá að öflugri stjórnendum.
Námskeiðslýsing
Námskeið er tvískipt. Fyrri parturinn snýr að eigin stjórnun, hvernig við stýrum vinnu okkar, verkefnum og tíma, og hvernig við komumst yfir öll þau verkefni sem liggja fyrir. Unnið er m.a. með markmiðasetningu og yfirfærslu hennar á dagleg störf þátttakenda. Til að greina mikilvægi verkefna og skipulag á þeim er einnig farið í Pareto lögmálið og To do lista. Í seinni hluta námskeiðsins er stjórnun starfsmanna tekin fyrir – listin að stjórna sér og öðrum, hvernig við sem stjórnendur getum haft áhrif á starfsmenn, líðan þeirra og afköst. Farið í grunnatriði stjórnunar, aðferðir, völd, ábyrgð og leiðir til að koma hlutum í verk og láta gott af sér leiða. Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 8 klst. (2×4 klst.).
Verð
39.900,-  
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Námsmarkmið
Að kenna grunnatriði í þjónustu og efla þjónustulund þátttakenda. Unnið er útfrá því að þjónusta er einn af lykilárangursþáttum i rekstri fyrirtækja. Áhersla er á að nálgast efnið útfrá viðhorfi og sjálfstrausti þátttakenda og hvernig vinna má með þessa þætti til að bæta þjónustu þeirra.
Námskeiðslýsing
Á námskeiðinu er lögð áhersla á mikilvægi þess að veita góða þjónustu. Komið verður inn á upplifun, kröfur, þarfir og tryggð viðskiptavinarins. Farið yfir atriði sem starfsmenn þurfa að búa yfir til að geta veitt góða þjónustu s.s. snyrtimennsku og framkomu, mikilvægi fyrstu kynna, traust, samskipti, hlustun og fagþekkingu. Einnig verður fjallað um erfið samskipti við viðskiptavini og leiðir til að leysa þau á farsælan hátt. Unnið er með samspil sölu og þjónustu. Þátttakendur meta sína þjónustulund útfrá ákveðnum spurningum og vinna með þær niðurstöður á námskeiðinu. Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 3 klst.
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun. Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

Frekari upplýsingar í síma 8983851.

Viltu bæta þjónustuna hjá þér ?  Er viðskiptavinur þinn ánægður með þjónustuna? Hvað getur þú gert? Við svörum þessum spurningum á námskeiðinu.

Í hvað fer tíminn í vinnunni? Markmiðið er að gera þátttakendur meðvitaðri um sína tímastjórnun og vinnuskipulag með það að marki að auka skilvirkni og árangur í starfi.

Af hverju er ég stjórnandi? Hvernig efli ég mig sem stjórnanda? Markmið er að fá stjórnendur til að skoða hvað einkennir framúrskarandi stjórnendur og mismunandi stjórnunarstíla.

Markmiðið er að efla þátttakendur sem einstaklinga.  Unnið er með 6 lykilþætti til árangurs:   Markmiðssetningu, sjálfseflingu, samskipti, framkomu, fjármál og heilsu.

Mikilvægi samskipta milli stjórnenda og starfsfólks er grunnur að árangri fyrirtækja. Starfsmannasamtölin eru einn af þeim þáttum sem stuðla að góðum samskiptum og máli skiptir að vanda vel til verka í framkvæmd.

Viltu ná tökum á því að tala fyrir framan hóp af fólki? Margir hafa náð góðum tökum á því með því að takast á við það á þessu námskeiði!

 

Markmið með námskeiðinu er að þjálfa hóp starfsmanna til að sjá um móttöku nýliða. Skipulögð móttaka nýliða sparar bæði tíma og fjármagn í rekstri og stjórnun starfsfólks.

Þarftu að styrkja þig sem stjórnandi til að axla betur þá ábyrgð sem felst í því að vera með mannaforráð?  Farið yfir helstu atriði mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningu til starfsloka.

Á þessu námskeiði látum við draumana rætast með markmiðasetningu að vopni.

Þarf að bæta samskipti, vellíðan eða árangur á vinnustaðnum? Hvað getur hver og einn gert til að bæta heildina?