Mentoranámskeið

Námsmarkmið

Skipulögð móttaka nýliða sparar bæði tíma og fjármagn og eykur starfsánægju starfsmannsins og stuðlar jafnframt að því að hann skili starfi sínu með sóma sem fyrst. Markmið með námskeiðinu er að þjálfa upp ákveðinn hóp starfsmanna sem munu sjá um móttöku nýliða í viðkomandi fyrirtæki. 

Kennsluform

Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið.

Lengd námskeið

2 skipti, 3 tímar í senn.

Námskeiðslýsing

Námskeiðið er tvískipt.

Fyrri hluti:

Farið er yfir innri starf fyrirtækisins í samráði við viðkomandi fyrirtæki, s.s. gildi, stefnu og innihald starfsmannahandbókar.

Áhersla á að Mentorar/fóstrar kynni fyrirtækið á jákvæðan hátt fyrir nýliðum.

Hvernig góð nýliðamóttaka getur dregið úr starfsmannaveltu.

Farið er í þá þætti sem stuðla að því að þekking og styrkleikar nýliðans nýtast sem fyrst í starfi.

Sálfræðilegi samningurinn tekinn fyrir, þ.e. hverjar eru væntingar nýliðans annarsvegar og fyrirtækisins hinsvegar.

Seinni hluti:

Áhersla er á að efla þá einstaklinga sem sjá um móttöku nýliða og m.a unnið með eftirfarandi þætti:

  • Hvatningu
  • Samskipti
  • Samræðuform
  • Jafningjastjórnun
  • Miðlun upplýsinga
  • Þjónustulund
  • Samspil árangurs og gleði í starfi
  • Starfsánægju
  • Sjálfstraust
 
Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um hvað hentar þínum vinnustað

Mentoranámskeið