Markmiðasetning

Námsmarkmið
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja ná meiri árangri, t.d. auka sölu, bæta þjónustu, auka hagnað eða ná einhverju persónulegu markmiði. Sýnt verður fram á hvernig markmiðasetning getur verið mikilvægt hjálpartæki á leiðinni að settu marki.
Kennsluform
Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.
Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 6 klst. (2×3 klst.).
Möguleiki er á að sníða námskeiðið að þörfum fyrirtækisins hvað efnistök og tímalengd varðar.
Námskeiðslýsing
Kynnt er fyrir þátttakendum mikilvægi markmiðasetningar bæði í starfi og einkalífi með það að leiðarljósi að ná meiri árangri og gera drauma sína að veruleika.
Kynntar verða aðferðir við markmiðasetningu, farið í hugsun og viðhorf og hversvegna sumir ná aldrei markmiðum sínum á meðan aðrir ná þeim alltaf. Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki virkan þátt í námskeiðinu og setji sér markmið meðan á því stendur.
 
Námskeðið er tvö skipti.
Í fyrra skiptið er farið í aðferðarfræði við markmiðasetningu og þátttakendur setja sér markmið.
Í seinna skiptið er eftirfylgni á árangri þátttakenda á settum markmiðum.
Námskeiðið er einnig hægt að tengja beint við þau markmið sem unnið er með á viðkomandi vinnustað á hverjum tíma.
Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um hvað hentar þínum vinnustað

Myndtexti