Farið í undirstöðuatriði mannauðsstjórnunar og mikilvægi mannauðsstjórnunar sem hluta af rekstri fyrirtækja og stofnana. Markmið námskeiðsins er að styrkja stjórnendur í því að takast betur á við það hlutverki að vera með mannaforráð.
Áhersla er lögð á að gera þátttakendum kleift að yfirfæra það sem kennt er á dagleg störf.
Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.
Námskeiðið er 16 klst. Miðað við er að hver dagur sé fjórar klukkustundir. Möguleiki er á að sníða námskeiðið að þörfum fyrirtækisins hvað efnistök og tímalengd varðar.
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.