Að gera stjórnendur meðvitaðri um sína tímastjórnun og vinnuskipulag ásamt
því að vekja þá til umhugsunar um hvernig þeir stýra sínu starfsfólki, með það að
markmiði að gera þá að öflugri stjórnendum með betri stjórnun á tíma sínum og starfsfólki.
Námskeiðslýsing
Námskeið er tvískipt.
Fyrri parturinn snýr að eigin
stjórnun, hvernig við stýrum vinnu okkar, verkefnum og tíma, og hvernig við
komumst yfir öll þau verkefni sem liggja fyrir. Unnið er m.a. með
markmiðasetningu og yfirfærslu hennar á dagleg störf þátttakenda. Til að greina
mikilvægi verkefna og skipulag á þeim er m. a farið í Paretolögmálið og verkefnalista.
Í seinni hluta námskeiðsins er stjórnun starfsmanna
tekin fyrir – listin að stjórna sér og öðrum, hvernig við sem stjórnendur getum
haft áhrif á starfsmenn, líðan þeirra og afköst. Farið í grunnatriði
stjórnunar, aðferðir, völd, ábyrgð og leiðir til að koma hlutum í verk og láta
gott af sér leiða.
Námskeiðið er 6 klst. (2×3 klst.).
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum