Gildi fyrirtækisins

Það er öllum nauðsynlegt bæði einstaklingum og fyrirtækjum að skilgreina sig og vita fyrir hvað maður stendur. Gott er að nota gildi til þess, þau geta skilgreint fyrir hvað fyrirtækið stendur bæði inn á við og út á við og verið starfsmönnum og fyrirtækinu leiðarljós í allri starfsemi.

Ráðgjöfin felst í því að endurskoða og vinna með núverandi gildi fyrirtækisins eða innleiða ný. Lögð er áhersla á að sem flestir starfsmenn komi að vinnunni á einhverjum tímapunkti. Algengast er að vinna með gildi á vinnufundum með starfsfólki eftir ákveðinni aðferðafræði. 

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ráðgjafar eða sérstakar óskir um tilhögun fást í síma 8983851.