Gerð starfslýsinga

dark-blue-paint-patterned-background-2021-09-02-05-59-25-utc2

Starfslýsingar skilgreina hlutverk og ábyrgð starfsmanna fyrirtækja og stofnana og sýna stöðu þeirra í skipuriti fyrirtækis. Það er því mikilvægt að hafa þær sem nákvæmastar fyrir öll störf. Starfslýsingar eru nauðsynlegar til að skýra verkefni, ábyrgðarsvið og hæfniskröfur starfsmanna og einnig við undirbúning starfsmannasamtala. Þær nýtast vel við skilgreiningu starfa þegar auglýst er eftir starfsfólki og eru nauðsynlegar við jafnlaunavottun fyrirtækja.

 

Ráðgjöfin felst í því að greina stöðu starfslýsinga hjá viðkomandi fyrirtæki og í framhaldi af því eru þær ýmist unnar frá grunni eða byggt á þeim sem til eru, allt eftir aðstæðum hverju sinni.

 

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ráðgjafar eða sérstakar óskir um tilhögun fást í síma 8983851.