Áfram Ég!

Námsmarkmið

Námskeiðið miðar að því að gera þátttakendur hæfari í að koma sér á framfæri og greina stöðu sína sem einstaklinga og gera þeim kleift að tileinka sér ákveðna hugsun, hegðun og leiðir til að efla sig sem persónur.

Kennsluform

Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.

Lengd námskeið

4 skipti, 3 tímar í senn.

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að styrkja þátttakendur í sex lykilskrefum á leið þeirra til aukinnar velgengni í lífinu:

1. Markmiðasetning.

Til að ná árangri þarf að skipuleggja sig og setja sér markmið. Hvernig geri ég betur?

Unnið með: DUMB aðferðafræðina, 80/20% regluna, tímastjórnun, aga og vilja.

2. Samskipti.

Í samskiptum er sjálfsmeðvitund mikilvæg, að gefa sér tíma, hlusta, hrósa og gagnrýna á uppbyggilegan hátt og semja þannig að allir gangi sáttir frá borði.

Unnið með: Samskiptaform, samningatækni, áhrif og mikilvægi hegðunar í samskiptum.

3. Sjálfsefling.

Ferðalag með fyrirheit þar sem vilji og agi kallast á og skila þér á áfangastað.

Unnið með: Styrkleika, sjálfstraust, áskoranir og þroskaferli.

4. Fjármál.

Þarf ég að vera fátækur ef ég verð ekki ríkur?

Unnið með: Viðhorf til peninga, yfirsýn, skipulag og markmið.

5. Heilsa.

Góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að því að geta gert það sem ég vil í lífinu.

Unnið með: Mataræði, hreyfingu, hugarfar og hamingju.

6. Framkoma.

Góð og örugg framkoma lætur mér líða betur í eigin skinni, styrkir mig sem einstakling og hvetur fólk til liðs við mig.

Unnið með: Grunnatriði í framkomu og að öðlast kjark til að tjá mig fyrir framan fólk.

Markmið með námskeiðinu er að efla, þroska og bæta árangur einstaklingsins í lífi og starfi.

Kenndar eru ákveðnar aðferðir sem hjálpa þátttakendum að finna og nýta styrkleika sína.